EN

Hljóðfæraleikarar

Guðmundur Hafsteinsson

  • Deild: Trompet
  • Netfang: gummi.hafsteinsson ( @ ) internet ( . ) is
Guðmundur Hafsteinsson nam trompetleik hjá Ásgeiri H. Steingrímssyni við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk þaðan lokaprófi árið 1995. Hann stundaði framhaldsnám við State University of New York, Purchase College, Conservatory of Music hjá Vincent Penzarella trompetleikara Fílharmóníuhljómsveitar New York borgar og lauk þaðan meistaragráðuprófi í janúar 1998.Veturinn 1998-1999 stundaði Guðmundur nám hjá Prof. Josef Bammer í Vínarborg. Guðmundur hefur verið fastráðinn trompetleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslandsfrá árinu 2001. Guðmundur hefur leikið m.a með hljómsveit Íslensku óperunnar, CAPUT-hópnum, Kammersveit Reykjavíkur og komið fram nokkrum sinnum á tónleikaröðinni Sumarkvöld við orgelið í Hallgrímskirkju. Hann er einn af stofnendum málmblásara og Slagverkshópsins Serpents. Guðmundur er kennari við Tónskóla Sigursveins, Tónmenntaskóla Reykjavíkur og Lúðrasveit Árbæjar og Breiðholts.