Hljóðfæraleikarar
Sigurður Þorbergsson
- Deild: Básúna
- Starfsheiti: staðgengill leiðara
- Netfang: siggisveinnthorbergs ( @ ) gmail ( . ) is
Sigurður er fæddur og uppalinn í Neskaupstað og hóf þar tónlistarnám hjá Haraldi Guðmundssyni. Hann lauk fullnaðarprófi frá Tónskóla Sigursveins árið 1984. Sigurður dvaldi um 5 ára skeið við nám í Guildhall School of Music and Drama í London, og lærði m.a. hjá Denis Wick, Eric Crees, Peter Gane og Dudley Bright. Sigurður kom einnig fram sem einleikari undir merkjum Park Lane Group í Purcell Room. Árið 1989 lauk hann námi og fékk fasta stöðu í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Sigurður leikur einnig reglulega með CAPUT og Kammersveit Reykjavíkur. Hann er kennari við Tónskóla Sigursveins og Skólahljómsveit Grafarvogs. Sigurður vann til verðlauna í básúnukeppni í Lieksa í Finnlandi og hefur komið fram sem einleikari með Sinfóníulljómsveitinni í Oulu, Finnlandi, Kammersveit Reykjavíkur og á tónleikaferð með Sinfóníuhljómsveit Íslands.