EN

Hljóðfæraleikarar

Steef van Oosterhout

  • Deild: Slagverk
  • Starfsheiti: leiðari
  • Netfang: s.vanoosterhout ( @ ) internet ( . ) is
Steef van Oosterhout lauk einleikaraprófi frá Sweelinck Conservatorium í Amsterdam 1987. Starfaði í Hollandi í kammertónlist og lék með flestum sinfóníuhljómsveitum í Hollandi, þ.á.m. Concertgebouwhljómsveitinni í Amsterdam, þar til hann var ráðinn í Sinfóníuhljómsveit Íslands 1991. Hann er félagi í CAPUT og slagverkshópnum Bendu og hefur tekið þátt í ýmsum verkefnum á sviði kammertónlistar, m.a. á tónlistarhátíðinni Reykjavik Midsummer Music. Steef hefur, ásamt konu sinni, Herdísi Önnu Jónsdóttur víóluleikara unnið saman í tvíeykinu Dúó Stemmu sem þau stofnuðu 2002. Þau hafa haldið fjölmarga tónleika fyrir börn og fullorðna hérlendis og erlendis og hlutu þau Dúó Stemma viðurkenningu frá Ibby samtökunum árið 2008 fyrir framlag þeirra til barnamenningar á Íslandi. í nóvember 2019 héldu þau fjölskyldutónleika í Konzerthaus Berlin.