Hljóðfæraleikarar
Gunnhildur Daðadóttir
- Deild: 2. fiðla
- Starfsheiti: Staðgengill leiðara
- Netfang: gunnhildurdada (hjá) gmail.com
Gunnhildur Daðadóttir hóf fiðlunám 5 ára gömul hjá Lilju Hjaltadóttur. Eftir útskrift frá Listaháskóla Íslands hjá Guðnýju Guðmundsdóttur stundaði Gunnhildur nám við Listaháskólann í Lahti í Finnlandi, hjá Pertti Sutinen og Réku Szilvay. Mastersnámi lauk Gunnhildur frá University of Illinois, þar sem hún stundaði nám hjá Sigurbirni Bernharðssyni og vorið 2012 lauk hún diplómanámi í fiðluleik frá University of Michigan þar sem hennar helsti kennari var Prof. Aaron Berofsky. Gunnhildur var sigurvegari í Paul Rolland fiðlukeppninni í Illinois árið 2008 og hefur hlotið fjölda styrkja til náms m.a. Thor Thors styrk, Fulbright styrk og Jean Pierre Jacquillat styrk.
Eftir heimkomu úr námi hefur Gunnhildur verið virk í tónlistarlífinu og er fastráðinn fiðluleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Einnig hefur hún leikið með Kammersveit Reykjavíkur, Hljómsveit Íslensku Óperunnar, auk þess að halda einleikstónleika og kammertónleika.
Gunnhildur situr í stjórn Tónlistarhátíðar Unga Fólksins og er meðlimur Hjálparsveitar Skáta í Kópavogi.