Ástarsaga úr fjöllunum – skólatónleikar í Reykjanesbæ, fullbókað
Fyrir elstu börn leikskóla og 1. 2. og 3. bekk grunnskóla
Bókunartímabilinu er lokið.
Fullbókað er á þessa tónleika.
Fimmtudagur - 26. september 2024 - kl. 09:30
Fimmtudagur - 26. september 2024 - kl. 10:45
Fimmtudagur - 26. september 2024 - kl. 12:00
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Ross Jamie Collins hljómsveitarstjóri
Jóhann Sigurðarson sögumaður og söngvari
Guðni Franzson tónlist
Guðrún Helgadóttir saga
Pétur Eggertz söngtextar
Brian Pilkington myndir
Um tónleikana
Í Ástarsögu úr fjöllunum er skyggnst inn í heim íslenskra trölla á hugljúfan og hnyttinn hátt. Þessi ástsæla saga Guðrúnar Helgadóttur er fyrir löngu orðin þjóðargersemi og er flutt í fallegum hljómsveitarbúningi þar sem dregnar eru upp litríkar hljóðmyndir af dulúðugum, spennandi og tregafullum heimi tröllanna. Við sögusteininn situr Jóhann Sigurðarson sem flytur söguna í tali og tónum og kraftmiklum tröllamyndum Brians Pilkington varpað upp meðan á flutningi stendur.
Lengd tónleikanna er u.þ.b. 40 mínútur
Ítarefni: Hlunkidí bunk og Finnum tröll eru skemmtileg samsöngslög sem finna má í Ástarsögu úr fjöllunum. Gaman væri að syngja saman á skólatónleikum hljómsveitarinnar t.d. viðlög laganna sem er auðvelt að læra og eru tröllslega snotur.