Skólatónleikar Sinfóníunnar
Öflugt og fjölþætt fræðslustarf er mikilvægur þáttur í starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Íslands og í vetur verða fjölmargir spennandi skólatónleikar í boði fyrir öll skólastig.
Til að bóka þinn bekk á skólatónleika, vinsamlegast veldu skólastig í listanum hér til hægri.
Ár hvert býður Sinfóníuhljómsveit Íslands upp á ríkulega fræðsludagskrá. Hljómsveitin leggur mikla áherslu á skólatónleika með fjölbreyttri dagskrá fyrir ólíka aldurshópa. Skólatónleikar, skólaheimsóknir og leiðsögn nemendahópa eru fastur liður í starfsemi hljómsveitarinnar.
Spurningar varðandi fræðslustarf er hægt að senda á Hjördísi Ástráðsdóttur, fræðslustjóra, á hjordis.astradsdottir@sinfonia.is.