EN

Skólatónleikar Sinfóníunnar

Öflugt og fjölþætt fræðslustarf er mikilvægur þáttur í starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Íslands og í vetur verða fjölmargir spennandi skólatónleikar í boði fyrir öll skólastig.

Ár hvert býður Sinfóníuhljómsveit Íslands upp á fjölbreytta fræðsludagskrá. Hljómsveitin leggur mikla áherslu á skólatónleika með fjölbreyttri dagskrá fyrir ólíka aldurshópa. Skólatónleikar hljómsveitarinnar eru án endurgjalds en tónleikagestir þurfa að koma sér til og frá Hörpu þar sem hljómsveitin á heimili.

Opnað verður fyrir bókanir á alla skólatónleika á vef hljómsveitarinnar fimmtudaginn 29. ágúst kl. 10:00.