EN

Samvinna við skólahljómsveitir

Sinfóníuhjómsveit Íslands hefur frá árinu 2014 unnið að þróunarverkefni  í samstarfi við skólahljómsveitir á höfuðborgarsvæðinu. Með samstarfinu undirstrikar hljómsveitin mikilvægi þess að starfræktar séu öflugar skólahljómsveitir þar sem ungmenni komist í kynni við kraftmikla tónlistariðkun og –uppeldi. 

Árið 2016 hófst samstarf Sinfóníuhljómsveitarinnar við Skólahljómsveit Kópavogs en fyrir það verkefni veitti Menntaráð Kópavogs, Kópinn, viðurkenningu fyrir framúrskarandi verkefni í skólastarfi. Í apríl 2018 var síðan lagður grunnur að samstarfi við Skólahljómsveit Austurbæjar.

Sinfóníuhjómsveit Íslands hefur frá árinu 2014 unnið að þróunarverkefni  í samstarfi við skólahljómsveitir á höfuðborgarsvæðinu. Með samstarfinu undirstrikar Sinfóníuhljómsveitin mikilvægi þess að starfræktar séu öflugar skólahljómsveitir þar sem ungmenni komist í kynni við kraftmikla tónlistariðkun og –uppeldi. 

Sinfóníuhljómsveitin hóf verkefnið í samstarfi við Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts í maí 2014 með stórtónleikum á Breiðholtsdegi í Breiðholtsskóla og Fylkishöllinni. Árið 2016 hófst samstarf Sinfóníuhljómsveitarinnar við Skólahljómsveit Kópavogs en fyrir það verkefni veitti Menntaráð Kópavogs, Kópinn, viðurkenningu fyrir framúrskarandi verkefni í skólastarfi. 

Í apríl 2018 var lagður grunnur að samstarfi við Skólahljómsveit Austurbæjar. Vilborg Jónsdóttir stjórnandi Skólahljómsveitarinnar mun leiða vinnu samspilshópa í samstarfi við Sinfóníuhljómsveitina ásamt því að stjórna málmblásturshópum á Jólatónleikum hljómsveitarinnar.

Með orðum Örnu Kristínu Einarsdóttur, framkvæmdarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands:

Markmið Sinfóníunnar með fræðsluverkefni sem þessu er að vekja athygli á því  frábæra starfi sem unnið er hjá skólahljómsveitum og að fá tækifæri til að starfa með og kynnast nemendum hljómsveitanna, bæði á þeirra heimavelli og í heimkynnum okkar í Hörpu. Með samspilinu skapast dýrmæt tengsl og vinátta milli tónlistarnemanna og okkar í Sinfóníuhljómsveit Íslands.