Hljóðfæraleikarar
Helga Þóra Björgvinsdóttir
- Deild: 1. fiðla
- Netfang: helgathora ( @ ) gmail ( . ) com
Helga Þóra hefur sótt námskeið til Ítalíu, Frakklands og Þýskalands og hefur numið fiðluleik hjá m.a. Donald Weilerstein, Boris Garlitsky, Laurent Korcia, Stephen Clapp, Almitu Vamos, Suzanne Gessner og Svetlin Roussev.
Sem einleikari hefur Helga Þóra leikið þrívegis með Sinfóníuhljómsveit Íslands en einnig með Sinfóníuhljómsveit Unga fólksins og Strengjasveitinni Skark. Hún er meðlimur Strokkvartettsins Sigga, Elektra Ensemble og Kammersveit Reykjavíkur. Einnig kennir hún við Tónlistarskólann í Reykjavík.
Helga Þóra var lausráðin í Sinfóníuhljómsveit Íslands frá árinu 2013 en hlaut fastráðningu árið 2016.