EN

Hljóðfæraleikarar

Grímur Helgason

  • Deild: Klarinett
  • Starfsheiti: STAÐGENGILL LEIÐARA
Grímur Helgason nam klarinettuleik hjá Sigurði I. Snorrasyni í Tónlistarskólanum í Reykjavík og hjá Einari Jóhannessyni í Listaháshóla Íslands þaðan sem hann útskrifaðist árið 2007. Hann hlaut við námslok brautargengi í keppninni Ungum einleikurum og hlaut einnig styrk úr Styrktarsjóði Halldórs Hansen. Á násmsárum sínum var Grímur jafnframt einn stofnfélaga Kammersveitarinnar Ísafoldar. Grímur nam ennfremur við Conservatorium van Amsterdam hjá Hans Colbers og lauk þaðan M.Mus prófi vorið 2011. Grímur hefur komið nokkuð víða við í íslensku tónlistarlífi undanfarin ár sem kammermúsíkant, hljómsveitarspilari, flytjandi nýrrar tónlistar og klarinettukennari. Meðal hljómsveita og tónlistarhópa sem hann hefur leikið með undanfarin ár má nefna Sinfóníuhljómsveit Íslands, Caput, Stirni ensemble, Kúbus og Kammersveit Reykjavíkur auk samstarfs við fjölbreyttan hóp tónskálda og framsækinna tónlistarmanna. 


Grímur Helgason studied with Sigurður I. Snorrason in Reykjavik Collage of Music, Einar Jóhannesson in Iceland Academy of the Arts and Hans Colbers in Concervatorium van Amsterdam where he gratuaded with M.Mus degree in 2011. While studying Grímur was a founder member of Ísafold Chamber Orchestra. In recent yaers Grímur has worked with varios chamber ensembles and orchestras such as Iceland Symphony Orchestra, Caput ensemble, Reykjavík chamber orchestra, Kúbus ensemble and Stirni ensemble.