EN

Hljóðfæraleikarar

Lin Wei

  • Deild: 1. fiðla
  • Netfang: china (at) simnet.is
Lín Wei er fædd í Guanzhou í Kína árið 1964. Hún hóf fiðlunám hjá föður sínum sjö ára að aldri og brautskráðist frá tónlistarakademíunni í Peking árið 1985. Hún stundaði einleikaranám árin 1985-1988 við Guildhall School of Music & Drama í London. Hún hefur komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands, leikið með kammerhljómsveitum og komið fram á einleikstónleikum bæði hér á landi og erlendis. Lín Wei hefur leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands frá árinu 1988. Árin 1996-1997 var hún konsertmeistari Pan Asian Symphony Orchestra í Hong Kong og árin 2000-2002 starfaði hún hjá Washington Chamber Symphony og National Gallery Orchestra í Washington D.C. Lín Wei hefur verið kennari við Purcell School of Music í London, Tónlistarskólann í Reykjavík og Yip Academy í Hong Kong.