Hljóðfæraleikarar
Zbigniew Dubik
- Deild: 1. fiðla
- Netfang: zbigy ( @ ) internet ( . ) is
Zbigniew Dubik er fæddur í Póllandi og nam við Academy of music í Gdansk á árunum 1978 til 1983. Árið 1982 hóf hann að leika með Pólsku Fílharmóníusveitinni og ferðaðist með henni sem konsertmeistari um Bandaríkin, Sovétríkin og ýmis önnur Evrópulönd. Hann hefur leikið kammertónlist inn á hljómplötur og geisladiska fyrir pólsk, frönsk og þýsk útgáfufyrirtæki. Zbigniew kom til starfa hjá SÍ árið 1988 og gegndi um tíma stöðu 2. konsertmeistara. Frá árinu 1989 - 1993 var hann konsertmeistari í Íslensku óperunni en Zbigniew hefur verið virkur þátttakandi í íslensku tónlistarlífi síðan hann flutti til landsins og er meðal annars meðlimur í CaputCAPUT-hópnum og var í Bernardel kvartettinum frá 1994 - 1997. Zbigniew hefur kennt við Nýja Tónlistarskólann í ríflega áratug.