EN

Hljóðfæraleikarar

Áshildur Haraldsdóttir

  • Deild: Flauta
  • Starfsheiti: staðgengill leiðara
  • Netfang: ashildur ( @ ) internet ( . ) is
Áshildur Haraldsdóttir nam flautuleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk síðan háskólaprófum frá The New England Conservatory of Music, Juilliard skólanum í New York og Konservatoríinu í París. Hún hefur unnið til verðlauna í fjórum alþjóðlegum tónlistarkeppnum og hljóðritað fjóra einleiksgeisladiska. Auk þess að koma reglulega fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur hún leikið einleik með hljómsveitum í Ameríku, Evrópu og Afríku.