EN

Hljóðfæraleikarar

Martial Nardeau

  • Deild: Flauta
  • Netfang: matthiasnardeau ( @ ) hotmail ( . ) com
Martial Nardeau hóf að læra á flautu hjá Raymond Pauchet í Tónlistarskólanum í Boulogne sur Mer í Frakklandi. Á næstu árum menntaði hann sig áfram hjá Fernand Caratgé og Roger Bourdin og vann til margra verðlauna og viðurkenninga. Á árunum 1979 til 1982 var hann fastráðinn við Lamoureux-sinfóníuhljómsveitina í París ásamt því að vera flautukennari við tónlistarskólana í Limoges og Amiens en kom jafnframt víða fram sem einleikari. Árið 1982 settist Martial að á Íslandi. Hann er fastráðinn við hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands, leikur með Kammersveit Reykjavíkur, hljómsveit Íslensku Óperunnar óperunnar og starfar sem kennari við Listaháskóla Íslands. Hann er einnig virkur einleikari og hefur m.a. spilað einleikskonserta með sinfóníuhljómsveitum. Martial hefur einnig ferðast mikið sem tónlistarmaður og spilað í um 20 löndum