EN

Hljóðfæraleikarar

Einar Jónsson

  • Deild: Trompet
  • Starfsheiti: Leiðari
  • Netfang: einarst66 ( @ ) gmail ( . ) com
Einar St. Jónsson lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1987 og B.M. prófi í trompetleik frá Indiana University árið 1990. Hann hefur verið fastráðinn við Sinfóníuhljómsveit Íslands frá árinu 1996. Einar hefur verið 1.trompetleikari Stórsveitar Reykjavíkur frá stofnun hennar auk þess að vera trompetleikari Milljónamæringanna frá 1998. Einar hefur komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammersveit Reykjavíkur og á Sumartónleikum í Skálholti. Hann hefur haldið einleikstónleika í Reykjavík og úti á landi auk þess sem hann kemur reglulega fram með kórum og smærri kammerhópum á Reykjavíkursvæðinu. Einar leikur í hljómsveit Íslensku óperunnar og hefur einnig leikið með CAPUT-hópnum í söngleikjum eins og Bugsy Mallone, Evitu, Kysstu mig Kata og Syngjandi í rigningunni. Hann hefur leikið inn á fjölda geisladiska með listamönnum eins og Kammersveit Reykjavíkur, Diddú, Stuðmönnum,Borgardætrum o.fl. Einar er á listamannasamningi við Hljóðfærahús Reykjavíkur um kynningu á Yamaha trompetum. Einar kennir við Tónlistarskólann í Hafnarfirði.