EN

Meðhöndlun persónuupplýsinga

Vefur Sinfóníuhljómsveitar Íslands safnar ekki sjálfkrafa neinum persónurekjanlegum gögnum um notkun og notendur. 

Þeim persónuuplýsingum sem Sinfóníuhljómsveit Íslands safnar verður aldrei deilt með þriðja aðila. Þeir starfsmenn sem vinna með persónuupplýsingar fara eftir verklagsreglum varðandi meðhöndlun á persónuupplýsingum.

Mælingar á vef hljómsveitarinnar (kökur)

Umferð á vefsíðunni er mæld með Google Analytics og Facebook Pixel með svokölluðum kökum (e. cookies). Kökur eru textaskrá sem geyma upplýsingar um það hvaða síður á vefsvæðinu notandinn heimsækir. Engar persónuupplýsingar eru geymdar í textaskránni og þær upplýsingar sem við vinnum með eru eingöngu notaðar til þess að fylgjast með notkuninni á vefnum.

Þeir sem vilja ekki að notkun þeirra sé mæld geta breytt stillingum í vafranum eða sótt vafraviðætur á borð við Privacy Badger. Google býður einnig upp á vafraviðbót til að afþakka Google Analytics mælingar auk möguleikans að breyta skráningum notenda í auglýsinganeti sínu, þar á meðal að afþakka þær alveg.

Miðasala á vef Tix

Miðasala hljómsveitarinnar fer öll fram á miðasöluvef Tix. Umferð á vefsíðu Tix er einnig mæld með Google Analytics og Facebook Pixel.

Fréttabréf og Vinafélag

Við skráningu fyrir fréttabréfi Sinfóníuhljómsveitar Íslands og í Vinafélag hljómsveitarinnar þarf að gefa upp netfang en valkvætt er hvort gefið er upp nafn, sími og kennitala. Innsend gögn eru ekki geymd af vefsíðunni sjálfri heldur send á öruggt vefsvæði hjá Zenter sem varðveitir upplýsingarnar.

Skólatónleikaskráningar

Við skráningu á skólatónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands er beðið um upplýsingar sem nauðsynlegar eru til þess að við getum haft samband við þá sem skrá sig. Innsend gögn eru geymd í vefkerfinu (til þess að við getum brugðist við ef upp koma vandamál við skráningu) en er sjálfkrafa eytt þaðan nokkrum mánuðum eftir að tónleikunum lýkur.

Innsending á tónverkum

Við umóskn á flutningi eða hljóðritun á verki er beðið um upplýsingar sem eru nauðsynlegar til að hafa samband við umsóknaraðila. Innsend gögn eru geymd í vefkerfinu í 180 daga en er sjálfkrafa eytt úr kerfinu að þeim tíma loknum. Upplýsingarnar verða geymdar áfram af verkefnavalsnefnd hljómsveitarinnar en hægt er að óska eftir því að gögnunum verði eytt eftir að umókn hefur verið afgreidd.

Öruggar vefslóðir

Öll samskipti við vefþjóna okkar eru dulkóðuð yfir öruggar vefslóðir (HTTPS).

Persónuverndarstefna

Hér á vef Sinfóníuhljómsveitar Íslands má lesa ítarlega persónuverndarstefnu hljómsveitarinnar. Stefnan tekur mið af lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Lesa persónuverndarstefnu SÍ