EN

Drekinn innra með mér - skólatónleikar

Dagskrá fyrir leikskóla og nemendur í 1.-2. bekk

Bókunartímabilinu er lokið.

Skólatónleikar fyrir leikskóla og nemendur í 1.-2. bekk grunnskóla.

Tónleikarnir vara í u.þ.b. 45 mínútur.
Tónleikarnir 2. og 3. október kl. 09:30 eru túlkaðir á táknmáli.

Þriðjudagur - 2. október 2018 - kl. 09:30
Þriðjudagur - 2. október 2018 - kl. 11:00
Miðvikudagur - 3. október 2018 - kl. 09:30
Miðvikudagur - 3. október 2018 - kl. 11:00

Drekinn innra með mér eru tónleikar þar sem unnið er með tilfinningar; hvernig við lærum að þekkja þær og skilja og hvernig getum við brugðist við þeim. Þórunn Arna Kristjánsdóttir, sögumaður, bregður sér í hlutverk litlu stúlkunnar sem kemst að því að það býr dreki innra með henni. Hann er oftast ljúfur sem lamb, fagurgrænn og glansandi en drekinn á það til að skipta skapi á augabragði og fuðra upp í reiði. Þá verður hann eldrauður á litinn. Sinfóníuhljómsveit Íslands bregður sér í gervi drekans og dansarar frá Listdanskóla Íslands túlka tilfinningar drekans en þar leika litir stórt hlutverk.

Verkið skapar góðan grundvöll fyrir umræður um það hvernig okkur líður og hjálpar okkur við að skilja líðan annarra. Öll búum við yfir tilfinningum og geta mömmur orðið reiðar og pabbar grátið. Það er einlæg ósk höfundar að allir finni sinn dreka innra með sér og mæti með drekagrímur á tónleikana. Sjá hér PDF-skjal með grímu og leiðbeiningar við grímugerð.

Drekalagið
Upptaka frá tónleikum
Söngnótur
Píanónótur

Flytjendur
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Bernharður Wilkinson hljómsveitarstjóri 
Þórunn Arna Kristjánsdóttir sögumaður
Eyrún Helga Aradóttir táknmálstúlkur
Ástbjörg Rut Jónsdóttir söngur á táknmáli
Dansarar úr Listdansskóla Íslands
Asako Ichihashi danshöfundur og æfingastjórn

Drekinn innra með mér
Elín Gunnlaugsdóttir tónlist
Laila Margrét Arnþórsdóttir saga
Svafa Björg Einarsdóttir myndir