Hljóðfærakynning
Meginmál fyrir hljóðfærakynningu...
Meginmál fyrir hljóðfærakynningu...
Bassaklarínettan er stóra systir klarínettunnar og hefur dökkan og mjúkan tón. Bassaklarínettan leikur oft bassalínur sem liggja djúpt og gefur tónlistinni þá fallegan, dularfullan lit. Í tréblásarafjölskyldunni eru einnig flautur, óbó, saxófónar og fagott.
Lesa meira
Básúnan er málmblásturshljóðfæri og hefur mikinn og syngjandi tón sem getur verið mjúkur sem silki en líka hvass og beittur. Básúnan leikur oftast dýpri raddirnar í hljómsveitinni og hjálpar öðrum hljóðfærum að hljóma betur, en hún getur líka sungið ein svo allir heyri. Básúnan fær líka stundum að vera skemmtikrafturinn í hljómsveitinni af því að hún getur auðveldlega rennt sér á milli tónanna á sleðanum sínum. Í málmblásarafjölskyldunni eru einnig horn, trompetar og túbur.
Lesa meira
Fagottið er tréblásturshljóðfæri með dökkan og virðulegan tón sem leikur oft bassaröddina í hljómsveitinni. Fagottið getur líka verið í forgrunni og sungið fallegar, eða fjörugar laglínur. Í tréblásarafjölskyldunni eru einnig flautur, óbó, klarínettur og saxófónar.
Lesa meira
Hljómsveitarstjórinn stendur oftast fyrir framan hljómsveitina og stýrir flutningi tónlistarinnar. Hljómsveitarstjóri ákveður hversu hratt eða hægt á að leika og hvernig hljómsveitin á að móta og túlka tónlistina. Aðalvinna hljómsveitarstjórans er á æfingunum með hljóðfæraleikurunum, því að á tónleikunum eiga allir að vita hvað stjórnandinn vill gera.
Lesa meira
Klarínettan er tréblásturshljóðfæri sem getur bæði leikið afskaplega veikt og mjúkt, en einnig hljómað sterkt og bjart. Klarínettan fær oft að leika mjúkar og fallegar línur sem teygja sig yfir stórt tónsvið. Í tréblásarafjölskyldunni eru einnig flautur, óbó, saxófónar og fagott.
Lesa meira
Pákurnar koma úr fjölskyldu slagverkshljóðfæra, en sú fjölskylda er bæði ótrúlega fjölbreytt og risastór. Pákurnar eru mismunandi stórar trommur, en ólíkt flestum trommum gefa pákurnar frá sér tóna með greinilegri tónhæð. Pákuleikarinn getur stillt tóninn í pákunum með fótstigum svo að hægt er að spila á þær einföld lög. Yfirleitt eru pákurnar samt notaðar til þess að styrkja bassatónana í hljómsveitinni svo að þeir fái ákveðnari blæ.
Lesa meira
Sellóið er strengjahljóðfæri. Það er með 4 strengi og á það er leikið með boga, en stundum eru strengirnir plokkaðir með fingrunum. Sellóið er með hljómmikinn tón og getur bæði verið í hlutverki bassahljóðfæris, en fær líka að syngja fallegar tilfinningaríkar laglínur. Í strengjafjölskyldunni eru líka fiðla, víóla, kontrabassi og harpa.
Lesa meira
Sneriltromman kemur úr fjölskyldu slagverkshljóðfæra, en sú fjölskylda er bæði ótrúlega fjölbreytt og risastór. Á sneriltrommuna er venjulega leikið með tveimur trékjuðum og hún getur bæði læðst um eins og lítil mús, eða haft afskaplega hátt. Í hljómsveitinni er hún oftast notuð til þess að styrkja ákveðna hrynjandi, eða magna upp spennu með sínu þekkta þyrli.
Lesa meira
Trompetinn er málmblásturshljóðfæri og hefur hvellan og kraftmikinn tón. Trompetinn leikur hæstu röddina í málmblásarafjölskyldunni og getur leikið mjög sterkt þegar þess þarf. Þegar trompetinn brýnir raustina taka allir eftir því! Það er hægt að breyta tónblæ trompetsins með því að setja margskonar tegundir af dempurum framan á hann. Í málmblásarafjölskyldunni eru einnig horn, básúnur og túbur.
Lesa meira
Túban er stærsta málmblásturshljóðfærið með djúpan og mjúkan tón sem myndar trausta undirstöðu fyrir alla málmblásarafjölskylduna. Hún leikur oftast dýpstu tónanna í hljómsveitinni, stækkar þá og gefur þeim mýkt. Það þarf mikið loft til þess að blása í túbuna, sérstaklega ef á að spila dýpstu tónana sterkt. Í málmblásarafjölskyldunni eru einnig horn, trompetar og básúnur.
Lesa meira
Víbrafónninn kemur úr fjölskyldu slagverkshljóðfæra, en sú fjölskylda er bæði ótrúlega fjölbreytt og risastór. Tónn víbrafónsins myndast þegar slegið er á mislangar málmþynnur með tveimur eða fleiri sleglum. Tónnin er mjög hreinn, skýr og mjúkur. Hljóðfæraleikarinn getur stjórnað hversu lengi tónninn lifir með því að stíga á demparapedalann.
Lesa meira