Hljóðfærakynning
Meginmál fyrir hljóðfærakynningu...
Meginmál fyrir hljóðfærakynningu...
Fagottið er tréblásturshljóðfæri með dökkan og virðulegan tón sem leikur oft bassaröddina í hljómsveitinni. Fagottið getur líka verið í forgrunni og sungið fallegar, eða fjörugar laglínur. Í tréblásarafjölskyldunni eru einnig flautur, óbó, klarínettur og saxófónar.
Lesa meira
Klarínettan er tréblásturshljóðfæri sem getur bæði leikið afskaplega veikt og mjúkt, en einnig hljómað sterkt og bjart. Klarínettan fær oft að leika mjúkar og fallegar línur sem teygja sig yfir stórt tónsvið. Í tréblásarafjölskyldunni eru einnig flautur, óbó, saxófónar og fagott.
Lesa meira
Sneriltromman kemur úr fjölskyldu slagverkshljóðfæra, en sú fjölskylda er bæði ótrúlega fjölbreytt og risastór. Á sneriltrommuna er venjulega leikið með tveimur trékjuðum og hún getur bæði læðst um eins og lítil mús, eða haft afskaplega hátt. Í hljómsveitinni er hún oftast notuð til þess að styrkja ákveðna hrynjandi, eða magna upp spennu með sínu þekkta þyrli.
Lesa meira
Trompetinn er málmblásturshljóðfæri og hefur hvellan og kraftmikinn tón. Trompetinn leikur hæstu röddina í málmblásarafjölskyldunni og getur leikið mjög sterkt þegar þess þarf. Þegar trompetinn brýnir raustina taka allir eftir því! Það er hægt að breyta tónblæ trompetsins með því að setja margskonar tegundir af dempurum framan á hann. Í málmblásarafjölskyldunni eru einnig horn, básúnur og túbur.
Lesa meira
Túban er stærsta málmblásturshljóðfærið með djúpan og mjúkan tón sem myndar trausta undirstöðu fyrir alla málmblásarafjölskylduna. Hún leikur oftast dýpstu tónanna í hljómsveitinni, stækkar þá og gefur þeim mýkt. Það þarf mikið loft til þess að blása í túbuna, sérstaklega ef á að spila dýpstu tónana sterkt. Í málmblásarafjölskyldunni eru einnig horn, trompetar og básúnur.
Lesa meira
Víbrafónninn kemur úr fjölskyldu slagverkshljóðfæra, en sú fjölskylda er bæði ótrúlega fjölbreytt og risastór. Tónn víbrafónsins myndast þegar slegið er á mislangar málmþynnur með tveimur eða fleiri sleglum. Tónnin er mjög hreinn, skýr og mjúkur. Hljóðfæraleikarinn getur stjórnað hversu lengi tónninn lifir með því að stíga á demparapedalann.
Lesa meira