Trompet
Trompetinn er málmblásturshljóðfæri og hefur hvellan og kraftmikinn tón. Trompetinn leikur hæstu röddina í málmblásarafjölskyldunni og getur leikið mjög sterkt þegar þess þarf. Þegar trompetinn brýnir raustina taka allir eftir því! Það er hægt að breyta tónblæ trompetsins með því að setja margskonar tegundir af dempurum framan á hann. Í málmblásarafjölskyldunni eru einnig horn, básúnur og túbur.