EN

Hljóðfæraleikarar

Hildigunnur Halldórsdóttir

  • Deild: 1. fiðla
  • Netfang: hildigunnurhalldorsdottir ( @ ) gmail ( . ) com

Hildigunnur Halldórsdóttir hóf tónlistarnám átta ára gömul í Tónlistarskóla Garðabæjar og Skólakór Garðabæjar. Síðar lá leið hennar í Tónskóla D. Kristinnssonar og svo í Tónlistarskólann í Reykjavík þaðan sem hún lauk einleikaraprófi. Hildigunnur lauk bakkalársprófi og meistaraprófi frá Eastman School of Music í Rochester New York árið 1992. Sama ár var hún ráðin uppfærslumaður annarar fiðlu í Sinfóníuhljómsveit Íslands og gegndi þeirri stöðu um árabil en tók síðar sæti í fyrstu fiðlu. 

Hildigunnur hefur leikið með Caput, Camerarctica, Contrasti tónlistarhópunum og Kammersveit Reykjavíkur. Hún hefur komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Kammersveit Reykjavíkur, var konsertmeistari hljómsveitar Íslensku óperunnar í uppfærslu á Töfraflautunni eftir Mozart í Gamlabíói og konsertmeistari hljómsveitar Íslenska dansflokksins í flutningi á Coppelíu eftir Delibes í Borgarleikhúsinu. Hildigunnur leikur einnig á barokkfiðlu í Bachsveitinni í Skálholti, Camerata Drammatica, Reykjavík barokk og Symphonia angelica, og verið leiðandi í flutningi kammerverka og stærri tónverka frá barokktímanum fyrir hljómsveit og kór í kirkjum landsins. 

Hildigunnur lauk lokaprófi í söng frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinnssonar vorið 2003. Hún hefur sungið í sönghópunum Hljómeyki, Schola cantorum í Hallgrímskirkju og syngur nú í Kór Breiðholtskirkju. 

Hildigunnu hefur leikið og sungið á fjölda hljóðritana með þeim hópum sem hún hefur starfað með og komið fram á ýmsum hátíðum hér heima og erlendis. Þar má helst nefna Myrka músíkdaga, Sumartónleika í Skálholti og tónleika Kammermúsíkklúbbsins í Reykjavík þar sem hún hefur ásamt félögum úr Camerarctica flutt m. a. alla strengjakvartetta Béla Bartóks og 13 af 15 strengjakvartettum Dímítríjs Shostakovitsj.