EN

Hljóðfæraleikarar

Dóra Björgvinsdóttir

  • Deild: 2. fiðla
  • Netfang: dora.bjorgvinsdottir ( @ ) gmail ( . ) com
Dóra hóf fiðlunám 9 ára gömul í Barnamúsíkskólanum hjá Gígju Jóhannsdóttur. Í Tónlistarskólanum í Reykjavík voru kennarar hennar Ingvar Jónasson, Björn Ólafsson og Rut Ingólfsdóttir og þaðan lauk hún einleikaraprófi árið 1977. Hún stundaði framhaldsnám við The Royal College of Music í London. Starfaði hálft ár í Harmonien í Bergen og í tvö ár í Malmö Sinfoniorkester, kom svo heim og var fastráðin í S.Í. frá 1982 til 1985. Flutti til Bandaríkjanna og starfaði í Chicago með ýmsum tónlistarhópum, m.a. Chicago Sinfonietta. Hún snéri aftur heim 1993 og hefur síðan starfað með S.Í., fyrstu árin lausráðin, en frá 1999 fastráðin. Dóra hefur stundað kennslu við nokkra tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu, nú síðast við Tónlistarskólann á Seltjarnarnesi og hefur spilað með ýmsum kammerhópum og hljómsveitum, m.a. hljómsveit Íslensku óperunnar.