EN

Hljóðfæraleikarar

Eyjólfur Bjarni Alfreðsson

  • Deild: Víóla
  • Netfang: violfur ( @ ) gmail ( . ) com
Eyjólfur Bjarni Alfreðsson hóf nám í fiðluleik við Barnamúsíkskólann í Reykjavík en skipti síðar yfir á víólu hjá Ingvari Jónassyni í Malmö árið 1977. Eyjólfur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund árið 1983. Hann fór í tónlistarskólann í Reykjavík þar sem kennarar hans voru Mark Reedman, Stephen King og Helga Þórarinsdóttir og lauk hann þaðan burtfararprófi árið 1987. Eyjólfur tók þátt í hljómsveitarnámskeiðum Paul Zukofskys. Hann lærði hjá Erwin Schiffer við Brabants Conservatorium de Tilburg í Hollandi og lauk þaðan UM prófi árið 1992.