EN

Hljóðfæraleikarar

Herdís Anna Jónsdóttir

  • Deild: Víóla
  • Netfang: herdisanna ( @ ) hive ( . ) is
Herdís Anna Jónsdóttir stundaði fiðlunám við Tónlistarskólann á Akureyri og lauk þaðan prófum 1983. Því næst stundaði hún fiðlukennaranám og víólunám við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Michael Shelton og Helgu Þórarinsdóttur og útskrifaðist hún frá Tónlistarskólanum 1986. Þá tók við víólunám við Tónlistarháskólann í Stuttgart í Hochschule für Musik und Darstellende Kunst. Herdís Anna stundaði víólunám hjá próf. Enrique Santiago, próf. Manfred Schumann og próf. Hermann Voss auk þess að stunda kvarettspil undir handleiðslu Melos-kvarettsins.


Hún lauk OR gráðu frá háskólanum vorið 1992. Herdís spilaði með ýmsum hljómsveitum á meðan hún dvaldi í Þýskalandi þ.a.m Konzertensemble Salzburg” Herdís Anna hefur verið fastráðinn víóluleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands frá árinu 1995 og hefur jafnframt spilað með Íslensku óperunni, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, SinfoNord og ýmsum kammerhópum þ.á.m Kammersveit Reykjavíkur, Caput og Dísunum. 


Herdís hefur ásamt manni sínum, slagverksleikarnum Steef van Oosterhout unnið saman í tvíeykinu Dúó Stemmu sem þau stofnuðu 2002. Þau hafa haldið fjölmarga tónleika fyrir börn og fullorðna hérlendis og erlendis og hlutu þau Dúó Stemma viðurkenningu frá Ibby samtökunum árið 2008 fyrir framlag þeirra til barnamenningar á Íslandi. Í nóvember 2019 var þeim boðið að halda fjölskyldutónleika í Konzerthaus Berlin og fengu þau afskaplega góðar viðtökur.