EN

Hljóðfæraleikarar

Þórir Jóhannsson

  • Deild: Bassi
Þórir Jóhannsson lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og síðar Postgraduate Diploma frá the Royal Northern College of Music í Manchester. Hann spilaði með Sinfóníuhljómsveit Íslands í tvö ár en fluttist síðan til Danmerkur þar sem hann bjó í rúm fjögur ár. Þar vann hann við kennslu og var lausráðinn við nokkrar helstu hljómsveitir við beggja vegna Eyrasundsins. Þórir flutti aftur til Íslands haustið 2000 og er nú fastráðinn við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hann er kennari í Tónlistar-skóla Kópavogs og er virkur í kammertónlistarlífi Reykjavíkur. Hann hefur frumflutt tvö einleiksverk sem voru samin sérstaklega fyrir hann, “Gradus ad Profundum” eftir Karólínu Eiríksdóttur og “Bagatelle” eftir Óliver Kentish.