EN

Hljóðfæraleikarar

Peter Tompkins

  • Deild: Óbó
Peter Tompkins hefur leikið á óbó og píanó frá unga aldri. Hann lauk einleikaraprófi frá Royal College of Music og tónlistarkennaraprófi frá Royal Academy of Music í Lundúnum. Peter fæddist á Englandi en hefur verið búsettur á Íslandi frá árinu 1988. Peter er fastráðinn óbóleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands, stofnfélagi íslenska saxófónkvartettsins, meðlimur í Bachsveitinni í Skálholti og kennir í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Allt frá komu sinni til Íslands hefur hann tekið virkan þátt í tónleikahaldi hér á landi bæði sem einleikari og flytjandi hljómsveitar-, óperu-, leiklistar-, kvikmynda-, kammer- og kirkjutónlistar. Peter hefur komið fram á tónleikum víða utan Íslands, m.a. á Norðurlöndunum, víða í Evrópu og í Bandaríkjunum. Peter var heiðurslaunþegi menningarsjóðs Garðabæjar árið 2000.