EN

Kortasala

Áskrift veitir þér öruggt sæti og 20% afslátt af miðaverði. Vegna Covid býður hljómsveitin upp á sérstaka haustdagskrá og því verður ekki boðið upp á áskrift í hefðbundnum tónleikaröðum (gulri, rauðri, grænni og Litla tónsprotanum).

Tryggðu þér miða á tvenna eða fleiri tónleika hljómsveitarinnar með 20% afslætti. Sjáumst aftur í Hörpu.

Kaupa áskriftarkort

 

Haustdagskrá Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur verið birt á vef hljómsveitarinnar með fyrirvara um breytingar. Vegna samkomutakmarkana er ekki hægt að lofa föstum áskriftarsætum í vetur en áskrifendur ganga að sínum sætum aftur þegar samkomutakmörkunum hefur verið aflétt.

Skoða haustdagskrá


Áskrift með 20% afslætti

Með því að kaupa miða á tvenna tónleika eða fleiri tryggirðu þér besta verðið með 20% afslætti. Þú getur svo bætt við miðum á kortið með sömu kjörum þegar dagskrá vormisseris verður kynnt. Hægt er að kaupa kort hér á vefnum eða í miðasölu Hörpu í netfangið midasala@harpa.is og í síma 528-5050.

Kaupa áskriftarkort

 

 

Í ljósi hertra samkomutakmarkanna er miðaframboð á tónleika hljómsveitarinnar takmarkað við 100 manns í hvert sóttvarnarhólf. Í það minnsta eitt autt sæti er á milli allra pantana til að tryggja nálægðarmörk milli gesta. Athugið að samkvæmt sóttvarnarlögum ber gestum skylda að vera með grímu á tónleikunum.

Við biðjum tónleikagesti að gæta vel að sóttvarnarreglum og kynna sér leiðbeiningar til tónleikagesta áður en mætt er á tónleikana.

Fylgstu með fréttabréfi Sinfóníunnar og fáðu fréttir af næstu tónleikum hljómsveitarinnar.