Dagsetning | Staðsetning | Verð |
---|---|---|
13. jún. 2024 » 20:00 » Fimmtudagur | Eldborg | Harpa | 7.900 -15.900 kr. |
15. jún. 2024 » 20:00 » Laugardagur | Eldborg | Harpa | 7.900 – 15.900 kr. |
-
Fram koma
Baggalútur
Sinfóníuhljómsveit Íslands
-
Hljómsveitarstjóri
-
sérstakir gestir
Jóhanna Guðrún
Dísa Jakobs
Una Torfa
Tvær ástsælustu hljómsveitir landsins, gleði- og aðventusveitirnar Sinfóníuhljómsveit Íslands og Baggalútur, sameina krafta sína á stórtónleikum í Eldborg í júní. Hefur það verið draumur beggja að leika saman á stóra sviðinu um árabil — og verður það nú loksins að veruleika. Leikin verða fjölmörg gríðarlega vinsæl, fjörug, hugljúf og ástsæl lög Baggalúts á borð við Kósíkvöld í kvöld, Laugardagskvöld og önnur kvöld — ásamt köntrískotnum lögum af rúmlega tveggja áratuga ferli. Lögin eru listilega útsett fyrir hljómsveitina af vandvirku fagfólki — þar sem listrænir núansar og blæbrigði í melódíum og textum fá notið sín til fulls.
Reynt verður á þanþol og taugar hljóðfæraleikara, hraðamet í hljóðfæraslætti slegin auk þess sem gestir alla leið frá útlöndum spreyta sig á framandi hljóðfærum á borð við banjó og óbó.
Á tónleikunum koma einnig fram góðir gestir, þar á meðal söngkonurnar Jóhanna Guðrún, Dísa Jakobs og Una Torfa. Hljómsveitarstjóri er Ross Jamie Collins, staðarhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Óhætt er að lofa skemmtun á heimsmælikvarða fyrir alla unnendur sinfónískrar köntrítónlistar.
*Tónleikarnir eru u.þ.b. tvær klst. með tuttugu mínútna hléi.