| Dagsetning | Staðsetning | Verð |
|---|---|---|
| 18. apr. 2026 » 11:30 » Laugardagur | Flói | Harpa | Aðgangur ókeypis |
| 18. apr. 2026 » 12:45 » Laugardagur | Flói | Harpa | Aðgangur ókeypis |
-
Efnisskrá
Fjölbreytt og skemmtileg tónlist
-
Hljómsveitarstjóri
Luis Castillo-Briceño
-
Kynnir og gestgjafi
Níels Thibaud Girerd, Bolli Könnuson Le Stell
Barnastundir Sinfóníuhljómsveitar Íslands eru sniðnar að allra yngstu áheyrendum hljómsveitarinnar. Þær eru haldnar á laugardagsmorgnum og eru um hálftímalangar í opnu og fallegu umhverfi Hörpu, í Flóa. Áhersla er lögð á létt og vinalegt andrúmsloft og nánd barnanna við hljómsveitina.
Kynnir í Barnastundinni er enginn annar en Bolli Könnuson Le Stell og Maxímús Músíkús kemur að sjálfsögðu í heimsókn í Flóa.
Aðgangur er ókeypis en bóka þarf miða á barnastundirnar. Opnað verður fyrir bókanir 10. mars.
