EN

Barnastund Sinfóníunnar

Ókeypis tónleikar fyrir yngstu hlustendurna

Tryggðu þér besta verðið með 20% afslætti með því að kaupa miða á ferna tónleika eða fleiri – Regnbogakort
Dagsetning Staðsetning Verð
7. mar. 2020 » 11:30 - 12:00 » Laugardagur Norðurljós | Harpa Aðgangur ókeypis
  • Efnisskrá

    Hressileg og fjörmikil dagskrá með sígildum lögum og dönsum sem koma öllum í sannkallað sumarskap

  • Kynnir

    Vala Kristín Eiríksdóttir

  • Fram koma

    Nemendur úr Listdansskóla Íslands

Barnastundir Sinfóníuhljómsveitarinnar hafa notið mikilla vinsælda hjá yngstu hlustendum hljómsveitarinnar. Í barnstundinni á laugardag verður leikin fjörmikil tónlist sem kemur öllum í sannkallað afmælisskap enda heldur hljómsveitin upp á 70 ára afmæli í vikunni. Góðir gestir koma í heimsókn; trúðurinn Aðalheiður, Maxímús Músíkús og ungir listdansarar.

Sigrún Eðvaldsdóttir konsertmeistari leikur Vorið úr Árstíðunum eftir Vivaldi og hjómsveitin flytur einnig Kvæðið um fuglana og Dans svananna ásamt öðrum skemmtilegum lögum.

Barnastundin er haldin í Norðurljósum og er um hálftímalöng. Við minnum á að gott er að taka með sér púða til að sitja á.

Ókeypis er á tónleikana og allir velkomnir.