EN

Barnastund Sinfóníunnar

Ókeypis tónleikar fyrir yngstu hlustendurna

Tryggðu þér sæti á besta verðinu. Veldu ferna eða fleiri tónleika á Regnbogakort með 20% afslætti
Dagsetning Staðsetning Verð
7. mar. 2020 »11:30 - 12:00 Norðurljós | Harpa Aðgangur ókeypis
  • Efnisskrá

    Hressileg og fjörmikil dagskrá með sígildum lögum og dönsum sem koma öllum í sannkallað sumarskap

  • Kynnir

    Vala Kristín Eiríksdóttir

  • Fram koma

    Nemendur úr Listdansskóla Íslands

Barnastundir Sinfóníuhljómsveitarinnar hafa notið mikilla vinsælda. Tónlistin og lengd stundarinnar er sérstaklega sniðin að þeim hópi sem er of ungur til að sitja heila tónleika í Litla tónsprotanum. Barnastundin er hálftíma löng og fer fram í Norðurljósum. Gott er að taka með sér púða til að sitja á. Góðir gestir koma í heimsókn og taka virkan þátt í Barnastundinni með tónlistarmúsinni Maxímús Músíkús. 

Nicola Lolli er konsertmeistari í Barnastundinni og leikur Vorið úr Árstíðunum eftir Vivaldi. Tónleikagestir fá einnig að heyra Kvæðið um fuglana og Dans svananna ásamt öðrum skemmtilegum lögum sem koma okkur í sannkallaðar vorhugleiðingar. Kynnir er trúðurinn Aðalheiður sem er leikin af Völu Kristínu Eiríksdóttur.

Ókeypis er á tónleikana og allir velkomnir.