EN

Barnastund Sinfóníunnar

Ókeypis tónleikar fyrir yngstu hlustendurna

Dagsetning Staðsetning Verð
3. okt. 2020 » 11:30 - 12:00 Norðurljós | Harpa Aðgangur ókeypis
  • Efnisskrá

    Í Barnastundinni verða leikin falleg klassísk verk í bland við þjóðlög og sönglög.

  • Kynnir

    Steinunn Arinbjarnardóttir

Í þessari fyrri Barnastund Sinfóníuhljómsveitar Íslands í vetur verða leikin falleg klassísk verk í bland við þjóðlög og sönglög. Meðal annars hljóma uppáhaldslög eftir Beethoven, til dæmis hið sívinsæla Für Elise, og síðan Eine kleine Nachtmusik eftir Mozart sem er eitt þekktasta klassíska tónverk allra tíma.

Í Barnastundum Sinfóníuhljómsveitarinnar er megináhersla lögð á notalegheit og nánd við hljómsveitina þar sem létt og leikandi tónlist er flutt fyrir allra yngstu hlustendurna. Barnastundirnar hafa notið mikilla vinsælda og eru sannkallaðar gæðastundir og góður upptaktur að ljúfum degi. Dagskráin er u.þ.b. hálftímalöng og er leidd af konsertmeisturum Sinfóníuhljómsveitarinnar.

Ókeypis er á tónleikana og allir velkomnir.