EN

Barnastund Sinfóníunnar

Tryggðu þér besta verðið með 20% afslætti með því að kaupa miða á ferna tónleika eða fleiri – Regnbogakort
Dagsetning Staðsetning Verð
9. sep. 2023 » 11:30 » Laugardagur Flói | Harpa
  • Efnisskrá

    Kunnugleg lög og klassískir gimsteinar í sinfónískum búningi

  • Hljómsveitarstjóri

    Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir

  • Kynnir

    Kjartan Darri Kristjánsson / Trúðurinn Sigfús

Á Barnastundum Sinfóníuhljómsveitarinnar er áhersla lögð á notalegheit og nánd við hljómsveitina þar sem létt og leikandi tónlist er flutt fyrir allra yngstu hlustendurna og fjölskyldur þeirra. Barnastundirnar hafa notið mikilla vinsælda hjá ungum sem öldnum enda eru þær sannkallaðar gæðastundir og góður upptaktur að ljúfum degi.

Dagskráin er um það bil hálftímalöng og um tónsprotann heldur Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir. Skemmtilegar kynningar milli verka opna heim tónlistarinnar enn frekar fyrir börnum og fullorðnum. Leikin verða kunnugleg lög og klassískir gimsteinar í sinfónískum búningi svo úr verður ánægjuleg samverustund sem allir geta notið. Tónlistarmúsin Maxímús Músíkús er fastur gestur á öllum Barnastundum Sinfóníunnar. Kynnir er trúðurinn Sigfús. Aðgangur að Barnastundinni er ókeypis (ekki er nauðsynlegt að sækja aðgöngumiða). Gott er að koma með púða til að sitja á.

Barnastund að vori verður haldin í Flóa laugardaginn 20. apríl kl. 11:30.