EN

Dýrasinfónían

Litli tónsprotinn

Áskrift að tónleikaröð eða Regnbogakorti tryggir þér öruggt sæti á besta verðinu með 20% afslætti
Dagsetning Staðsetning Verð
13. maí 2023 » 14:00 » Laugardagur Eldborg | Harpa 2.700 - 3.300 kr.
  • Efnisskrá

    Leopold Mozart Leikfangasinfónían, 1. þáttur
    Dan Brown Dýrasinfónían

  • Hljómsveitarstjóri

    Aliisa Neige Barrière

  • Leikfangasextett

    Nemendur úr Skólahljómsveit Austurbæjar

  • Myndir

    Susan Batori

  • Kynnir og sögumaður

    Bergur Þór Ingólfsson

Búast má við mikilli leikgleði þegar Dýrasinfónían eftir bandaríska rithöfundinn Dan Brown verður flutt í Hörpu af Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hann byrjaði mjög ungur að semja tónlist, söng í kórum, lék á píanó og fannst gaman að fara á tónleika. Sem rithöfundur er hann þekktastur fyrir bækur á borð við Da Vinci lykilinn en bregður hér á leik í skemmtilegu ævintýri þar sem dýrin eru í aðalhlutverki. 

Fyrsti þáttur Leikfangasinfóníunnar verður fluttur með aðstoð Maxa og ungra einleikara úr Skólahljómsveit Austurbæjar sem leika á dótatrompet, trommu, þríhorn, næturgala- og gauksflautu og hrossabrest. Kynnir og sögumaður er Bergur Þór Ingólfsson, leikari. 

 Sannkölluð ævintýraferð fyrir alla fjölskylduna!

*Tónleikarnir eru u.þ.b. klukkustundarlangir án hlés. 

Sækja tónleikaskrá