Dagsetning | Staðsetning | Verð |
---|---|---|
1. okt. 2024 » 12:00 » Þriðjudagur | Eldborg | Harpa |
-
Efnisskrá
Ludwig van Beethoven Fidelio, forleikur
W.A. Mozart Sinfónía nr. 39
Ígor Stravinskíj Dumbarton Oaks
-
Leiðbeinandi
-
Hljómsveitarstjórar
Almar Örn Arnarson
þáttur Igor Kabala
Sara Cvjetkovic
Sóley Lóa Smáradóttir
Jun Hyeop Kim
Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir
Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur nú í sjötta sinn námskeið í hljómsveitarstjórn undir stjórn og leiðsögn Evu Ollikainen, aðalhljómsveitarstjóra Sinfóníunnar. Í Hljómsveitarstjóraakademíunni fær ungt og efnilegt tónlistarfólk tækifæri til þess að spreyta sig á stjórnandapallinum og stjórna heilli sinfóníuhljómsveit undir handleiðslu Evu. Þetta gefandi grasrótarstarf er farið að bera ríkulegan ávöxt og hafa nemendur akademíunnar þegar látið til sín taka á pallinum með miklum glæsibrag, bæði hér heima og erlendis.
Akademían er fyrst og fremst vettvangur nemenda sem lokið hafa miðprófi hið minnsta í hljóðfæraleik eða söng. Völdum nemendum gefst svo tækifæri til að stjórna Sinfóníuhljómsveit Íslands á opnum hádegistónleikum í lok námskeiðs.
Gestir eru velkomnir á viðburðinn og geta fylgst með þessum ungu og hæfileikaríku stjórnendum stíga sín fyrstu skref á pallinum.
Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.
Gengið er inn í Eldborg um inngang 2A á annarri hæð Hörpu.