| Dagsetning | Staðsetning | Verð | 
|---|---|---|
| 3. sep. 2024 » 18:00 » Þriðjudagur | Norðurljós | Harpa | Aðgangur ókeypis | 
- 
	DagskráTækifæri til þess að kynnast Ólafi Kjartani, staðarlistamanni Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2024-25. Elísabet Indra tekur Ólaf tali en hann mun einnig syngja valdar óperuaríur með píanóundirleik 
 
- 
	EinsöngvariÓlafur Kjartan Sigurðarson 
 
- 
	PíanóleikariLiam Kaplan 
 
- 
	UmsjónElísabet Indra Ragnarsdóttir 
 
Þriðjudaginn 3. september gefst áhugasömum tækifæri til að kynnast staðarlistamanni vetrarins, Ólafi Kjartani Sigurðarsyni. Elísabet Indra tekur hann tali en Ólafur Kjartan mun einnig syngja valdar óperuaríur með píanóundirleik. Kynningin fer fram í Norðurljósum og er öllum opin.
Salurinn opnar kl. 17:15 og gefst gestum tækifæri til að kaupa smurbrauð og aðrar veitingar. Sjálf dagskráin hefst kl. 18:00 og stendur í tæpa klukkustund. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin meðan húsrúm leyfir.
Ólafur Kjartan barítón stendur á hátindi ferils síns og hefur síðustu ár sungið burðarhlutverk í mörgum af virtustu óperuhúsum heims, þar á meðal á hinni virtu Bayreuth-hátíð í Þýskalandi sem Wagner stofnaði sjálfur. Ólafur kemur fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands tvisvar á starfsárinu, í glæsilegri Wagner-veislu 5. september og í Óperugala 3. og 4. apríl.
