Dagsetning | Staðsetning | Verð | ||
---|---|---|---|---|
30. apr. 2025 » 19:00 » Miðvikudagur | Höfn í Hornafirði | |||
1. maí 2025 » 17:00 » Fimmtudagur | Vík í Mýrdal | |||
2. maí 2025 » 19:00 » Föstudagur | Selfoss | |||
Kaupa miða |
-
Efnisskrá
Efnisskrá kynnt síðar
-
Hljómsveitarstjóri
Eva Ollikainen
-
Einsöngvari
Jóhann Kristinsson
Sinfóníuhljómsveit Íslands er það mikið kappsmál að allir landsmenn fái notið tónleika hennar. Stefnumót hennar við áheyrendur víða um landið eru ævinlega skemmtileg og gefandi. Vorið 2024 heimsótti hljómsveitin Stykkishólm og Borgarnes í velheppnaðri tónleikaferð, en nú er ferðinni heitið á Suðurland, á Höfn í Hornafirði, Vík í Mýrdal og Selfoss.
Um tónsprotann heldur Eva Ollikainen, aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands og með í för er Jóhann Kristinsson barítónsöngvari, sem er einn af okkar fremstu söngvurum af yngri kynslóðinni. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir söng sinn — til að mynda Íslensku tónlistarverðlaunin 2024 sem söngvari ársins. Jóhann er búsettur í Þýskalandi, kemur reglulega fram í mörgum af helstu tónleikahúsum Evrópu og hefur sungið með mörgum af fremstu sinfóníuhljómsveitum álfunnar. Það er því sérstaklega ánægjulegt að heimsækja Höfn, Vík og Selfoss með glæsilega tónleikadagskrá sem hentar allri fjölskyldunni, en endanleg efnisskrá verður kynnt síðar.