EN

Karnival dýranna

Litli tónsprotinn

Áskrift að tónleikaröð eða Regnbogakorti tryggir þér öruggt sæti á besta verðinu með 20% afslætti
Dagsetning Staðsetning Verð
10. maí 2025 » 14:00 » Laugardagur Eldborg | Harpa 3.000 - 3.700 kr.
Kaupa miða
  • Efnisskrá

    Camille Saint-Saëns Karnival dýranna

  • Hljómsveitarstjóri

    Kristian Sallinen

  • Einsöngvari og kynnir

    Jóhann Kristinsson

  • Teikningar

    Rán Flygenring

  • Ljóð

    Þórarinn Eldjárn

Það ríkir sannkölluð karnivalstemning á vortónleikum Litla tónsprotans þar sem glens og grín er leiðarstefið. Dagskráin hefst á sannkallaðri skemmtiferð í gegnum nokkur af glaðlegustu verkum Mozarts og endar í sjálfu Karnivali dýranna eftir Camille Saint-Saëns.

Það er Jóhann Kristinsson, söngvari og kynnir, sem bregður sér í fuglsgervi, syngur aríu Fuglafangarans úr Töfraflautunni og flytur smellin kvæði Þórarins Eldjárns við Karnival dýranna. Dýrin í Karnivalinu hafa verið heimilisvinir tónlistarunnenda um allan heim allt frá útgáfu þessa skemmtilega og litríka verks. Dýrin eiga öll sínar raddir sem hljóma frá ólíkum hljóðfærum hljómsveitarinnar og einkenni þeirra eru skýrt dregin fram á hnyttinn máta. Rán Flygenring situr á stóra sviðinu og teiknar dýrin stór og smá í Karnivalinu eftir því sem ævintýrinu vindur fram. Dýrin birtast því hlustendum ljóslifandi á stóra tjaldi Eldborgarsalar líkt og fyrir töfra undir dynjandi hljóðfæraslætti. Karnival dýranna, að undanskildum Svaninum, var ekki gefið út fyrr en eftir lát tónskáldsins þar sem Saint-Saëns þótti glettni og léttleiki verksins geta skaðað orðspor sitt sem tónskálds — verkið væri einfaldlega of skemmtilegt.

*Tónleikarnir eru um klukkustundarlangir, án hlés.