EN

Laufey og Sinfó

Dagsetning Staðsetning Verð
26. okt. 2022 » 20:00 » Miðvikudagur Eldborg | Harpa Uppselt
27. okt. 2022 » 20:00 » Fimmtudagur Eldborg | Harpa Uppselt
HorfaHlusta
  • Efnisskrá

    Tónlist Laufeyjar í hljómsveitarútsetningum ásamt þekktum jazzperlum

  • Hljómsveitarstjóri

    Hugh Brunt

  • Einsöngvari og einleikari

    Laufey

Vegna mikillar eftirspurnar kemur Laufey fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands á aukatónleikum í Eldborg 26. október.

Laufey hefur heillað heimsbyggðina með seiðandi rödd sinni og lagasmíðum sem kallast á við gömlu meistara jazzins en bera líka með sér ferska strauma samtímadægurtónlistar. Meðal þeirra sem hafa hlaðið hana lofi eru tímaritin Rolling Stone og American Songwriter. Hún hefur komið fram í sjónvarpsþáttum á borð við Jimmy Kimmel Live þar sem hún söng lag sitt, Like The Movies, ásamt því að starfa með Fílharmóníusveit Lundúna. Það er mikill fengur fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands að fá hana til samstarfs en
á efnisskránni eru lög Laufeyjar sjálfrar sem og dáðar jazzperlur, íslenskar og erlendar.

Hugh Brunt hefur getið sér gríðarlega gott orð sem hljómsveitarstjóri, bæði sem listrænn stjórnandi London Contemporary Orchestra og fyrir samstarf sitt með hljómsveitum á borð við Radiohead. Þá hefur hann einnig komið fram á Aldeburgh-hátíðinni með Britten Pears Composers Ensemble, í National Theatre með Southbank Sinfonia, og starfar auk þess náið með City of London Sinfonia. Hann stjórnaði Sinfóníuhljómsveit Íslands síðast árið 2016 á tónleikum með Emilíönu Torrini.

Sækja tónleikaskrá