EN

Ævar Þór Benediktsson

Vísindamaður

 

Ævar Þór Benediktsson útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri árið 2004 og úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2010. Frá útskrift úr LHÍ hefur hann leikið ýmis hlutverk í Þjóðleikhúsinu, m.a. Lilla Klifurmús í Dýrunum í Hálsaskógi og mennska hrossið Blóra í söngleiknum Spamalot. Hann var um tíma einn af þáttastjórnendnum barnaþáttanna Vitans og Leynifélagsins á Rás 1 og Helgarvaktarinnar á Rás 2. Auk þess hefur hann skrifað regluleg innslög fyrir Stundina okkar og er höfundur þáttanna um Ævar vísindamann og Vísindavarps Ævars, útvarpsþátta um vísindi fyrir forvitna krakka á öllum aldri.

Ævar kom fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 2016 og kemur aftur fram á Ævintýratónleikum Ævars í febrúar 2018.