EN

Alina Pogostkina

Fiðluleikari

Rússneski fiðluleikarinn Alina Pogostkina er fædd í Leníngrad og hóf fiðlunám fjögurra ára gömul, en fjölskylda hennar fluttist síðar til Þýskalands og hún stundaði framhaldsnám í Berlín og Salzburg. Hún hlaut fyrstu verðlaun í Sibelius-keppninni í Helsinki árið 2005 og hefur síðan komið fram með mörgum helstu hljómsveitum og stjórnendum heims, m.a. Gustavo Dudamel, Sakari Oramo og Vladimir Ashkenazy, auk þess að koma fram á tónlistarhátíðunum í Salzburg, Edinborg og Bergen. 

Alina Pogostkina leikur á Stradivarius-fiðlu frá árinu 1717 sem hún hefur að láni frá Nippon Music Foundation.