EN

Andreas Borregaard

Harmóníkuleikari

Hinn danski Andreas Borregaard þykir einn mest spennandi harmóníkuleikari yngri kynslóðarinnar um þessar mundir. hóf tónlistarnám þegar hann var fimm ára gamall. Árið 2001 hóf hann nám við Tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn og lauk meistaranámi með hæstu einkunn fimm árum síðar. Hann var fyrsti harmóníkuleikarinn til að vera tekinn inn í Guildhall School of Music and Drama í Lundúnum og þar starfaði hann að óvenjulegum verkefnum með dönsurum og tónskáldum.

Borregaard hefur komið fram á tónleikum víða í Evrópu, Bandaríkjunum, Suður-Ameríku og Ástralíu. Hann kennir við tónlistarháskólana í Kaupmannahöfn og Ósló og hefur frumflutt fjölda verka, meðal annars eftir Simon Steen-Andersen og Bent Sørensen. Nýverið kom út hljóðritun hans á Goldberg-tilbrigðum Bachs og hefur hún fengið glimrandi dóma í heimspressunni. Hugi Guðmundsson samdi nýjan harmóníkukonsert sinn sérstaklega fyrir Borregaard, sem leikur nú á Íslandi í fyrsta sinn.