EN

Anja Bihlmaier

Hljómsveitarstjóri

Þýski hljómsveitarstjórinn Anja Bihlmaier hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum fyrir líflega og innblásna túlkun. Hún stundaði tónlistarnám í Freiburg og Salzburg og hóf feril sinn við leikhúsið í Coburg í Þýskalandi. Hún er nú aðalstjórnandi Residentie-hljómsveitarinnar í Den Haag og aðalgestastjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar í Lahti. Nýverið stjórnaði hún upphafstónleikum nýs starfsárs Residentie-hljómsveitarinnar í glæsilegu nýju tónleikahúsi sveitarinnar í Den Haag sem hefur hlotið nafnið Amare.

Bihlmaier hefur einnig komið fram sem gestastjórnandi með fjölda hljómsveita, meðal annars Sinfóníuhljómsveitinni í Birmingham, Konunglegu fílharmóníusveitinni í Stokkhólmi og Þýsku sinfóníuhljómsveitinni í Berlín. Síðar á þessu starfsári mun hún einnig stjórna

Sinfóníuhljómsveitunum í Gautaborg og Barcelona. Þá hefur hún getið sér afar gott orð sem óperustjórnandi, hefur meðal annars stjórnað Carmen eftir Bizet og Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart við Volksoper í Vínarborg og Draumi á Jónsmessunótt eftir Britten við óperuhúsið í Malmö.