EN

Anna Geniushene

Píanóleikari

Anna Geniushene hefur á síðustu árum skotist upp á stjörnuhimininn, einkum eftir að hafa hreppt silfurverðlaunin í hinni virtu Cliburn píanókeppni árið 2022. Um þátttöku hennar þar hafði gagnrýnandi Musical America þetta að segja: „Algert orkubúnt með kraftmikinn persónuleika og fullkomna tækni...hélt þessum gagnrýnanda á sætisbrúninni“.

Anna Geniushene hefur komið fram í tónleikasölum víða um heim undir stjórn hljómsveitarstjóra á borð við Marin Alsop, Edward Gardner og Arvo Volmer. Hún hefur einnig getið sér gott orð fyrir flutning sinn á kammertónlist og hefur unnið náið með Cremona kvartettinum. Útgáfa hennar með tónlist fyrir tvö píanó, þar sem hún leikur með eiginmanni sínum, Lukas Geniušas, hlutu nýverið hin virtu Diapason d'Or verðlaun.