Anna Þorvaldsdóttir
Listamaður í samstarfi
Anna Þorvaldsdóttir hefur skipað sér í fremstu röð tón skálda á heimsvísu undanfarin ár og semur m.a. stór sinfónísk verk fyrir helstu hljómsveitir heims og hafa bæði Berlínarfílharmónían og Fílharmóníusveit New York borgar frumflutt eftir hana tónverk á undanförnum árum. Anna verður listamaður í samstarfi hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands starfsárið 2024/25. Anna gegndi hlutverki staðartónskálds SÍ frá árinu 2018 til loka árs 2023 en samstarf hennar við hljómsveitina spannar enn lengri tíma. Á starfsárinu flytur hljómsveitin undir stjórn Evu Ollikainen nýja tónleikaútgáfu af verki Önnu, METAXIS, sem ber yfirskriftina ax á tónleikum þann 6. febrúar. Þá munu norrænir hljómsveitarstjóranemendur einnig fá að spreyta sig á METACOSMOS á opnum tónleikum í Eldborg 3. október. Hljómsveitin stendur að pöntun á nýrri sinfóníu eftir Önnu Þorvaldsdóttur sem verður frumflutt á starfsárinu 2025/26 undir stjórn Evu Ollikainen.