EN
  • Antonio Mendez

Antonio Méndez

Hljómsveitarstjóri

 

Spænski hljómsveitarstjórinn Antonio Méndez fæddist árið 1984 í Palma á Mallorca þar sem hann hóf ungur píanó- og fiðlunám. Síðar lærði hann tónsmíðar og hljómsveitarstjórn við Real Consevatorio Superior de Música í Madrid. Méndez flutti til Þýskalands árið 2007 og lauk prófum í hljómsveitarstjórn frá Listaháskólanum í Berlín og Franz Liszt-tónlistarháskólanum í Weimar. Méndez vakti alþjóðlega athygli þegar hann vann til verðlauna í hinni virtu Nikolai Malko-keppni í Kaupmannahöfn árið 2012. Árið eftir komst hann svo í úrslit í hljómsveitarstjórakeppni í Salzburg.