EN

Arngunnur Árnadóttir

Einleikari

Arngunnur Árnadóttir er fædd í Reykjavík árið 1987. Hún byrjaði að læra á klarínett átta ára gömul hjá Hafsteini Guðmundssyni. Síðar lærði hún hjá Kjartani Óskarssyni við Tónlistarskólann í Reykjavík og Einari Jóhannessyni við Listaháskóla Íslands. Hún stundaði framhaldsnám við Hochschule für Musik „Hanns Eisler“ í Berlín hjá Ralf Forster og Wenzel Fuchs og útskrifaðist þaðan með hæstu einkunn sumarið 2012. Arngunnur hefur leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands, meðal annars sem sem sigurvegari í einleikarakeppni SÍ og Listaháskóla Íslands. Hún hefur flutt kammermúsík í Berlín, Amsterdam, London og á Íslandi, þar á meðal á vegum Kammersveitar Reykjavíkur og á Podium Festival. Auk klassískrar tónlistar hefur Arngunnur leikið dægurtónlist með hljómsveitunum Hjaltalín og Samaris. Frá árinu 2012 hefur Arngunnur starfað sem fyrsti klarínettleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands.