EN

Benjamin Bayl

Hljómsveitarstjóri

Benjamin Bayl er af hollensku og áströlsku bergi brotinn, og er starfar nú sem aðalgestastjórnandi Australian Romantic & Classical Orchestra (ARCO). Hann var fyrsti Ástralinn til að gegna þeirri stöðu sem kölluð er Organ Scholar við King's College í Cambridge, og lærði hljómsveitarstjórn við Royal Academy of Music. Hann var aðstoðarstjórnandi hjá The Gabrieli Consort og Paul McCreesh á árunum 2007–2010 og hefur einnig unnið náið með Iván Fischer og Konzerthaus-hljómsveitinni í Berlín.

Bayl sérhæfir sig í flutningi tónlistar frá 17. og 18. öld og meðal þeirra hljómsveita sem hann hefur nýverið komið fram með má nefna Akademie für Alte Musik Berlin, Concerto Copenhagen og Concerto Köln. Þá hefur hann stjórnað við Staatsoper í Berlín og Vínarborg, við Dönsku óperuna í Kaupmannahöfn og Norsku óperuna í Ósló. Hann hefur hlotið sérlega góðar viðtökur fyrir túlkun sína á óperum Mozarts, en hann hefur stjórnað þeim við óperuhús víða um heim.