EN

Bertrand de Billy

Hljómsveitarstjóri

Franski hljómsveitarstjórinn Bertrand de Billy þykir sérlega innblásinn stjórnandi og stýrði nýverið rómaðri uppfær- slu af Toscu við Metropolitan-óperuna í New York, en þar hefur hann verið tíður gestur síðan 1997. Hann er jafnvígur á sinfónísk verk og óperur og stjórnar tónlist frá ýmsum tímum, frá tónlist Bachs til samtímatónverka.

Bertrand de Billy stjórnar kemur reglulega fram með hljóm- sveitum á borð við Cleveland-hljómsveitina, Sinfóníuhljómsveit bæverska útvarpsins, Staatskapelle Dresten, Orchestre de Paris, Konzerthaus-hljómsveitinni í Berlín og NHK-hljómsveitinni í Tókýó, auk þess sem hann stjórnar í óperuhúsum á borð við Royal Opera House í Covent Garden í Lundúnum, Opéra National í Paris og óperuhúsunum í Washington og Los Ang- eles.

Bertand de Billy fæddist í París 1965 og lærði bæði á píanó og fiðlu áður en hann sneri sér að hljómsveitarstjórn. Frá 1993-95 starfaði hann sem aðalstjórnandi og listrænn ráðgjafi óperunnar í Anhaltisches Theatre í Dessau í Þýskalandi, en færði sig yfir til Þjóðaróperunnar í Vínarborg 1996. Árið 1999 tók hann við tónlistarstjórastöðu við Gran Teatre del Liceu í Barcelona, en starfaði frá 2002-2010 sem tónlistarstjóri útvarshljómsveit- arinnar í Vínarborg. Árið 2013 tók hann við stöðu sem aðal- gestastjórnandi Orchestre de Chambre de Lausanne í Sviss, en síðan 2014 hefur hann gegnt sömu stöðu við Fílharmóníu- sveitina í Dresden.

Bertrand de Billy hafa hlotnast mörg fjöldamörg verðlaun og viðurkenningar fyrir störf sín – meðal annars riddaratign af Orðu bókmennta og lista í Frakklandi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann kemur fram hér á landi, en mörgum íslenskum tónleikagestum er enn í fersku minni þegar hann stjórnaði Sinfóníuhljómsveit Íslands í Háskólabíói vorið 2011 og Isabelle Faust lék fiðlukonsert Beethovens.