EN

Bertrand de Billy

Hljómsveitarstjóri

Franski hljómsveitarstjórinn Bertrand de Billy gegnir stöðu aðalgestastjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands fram til ársins 2023. Hann hefur getið sér einstaklega gott orð bæði sem óperustjórnandi og stjórnandi sinfónískrar tónlistar. Hann var um skeið tónlistarstjóri við Liceu-óperuhúsið í Barcelona, aðalstjórnandi Útvarpshljómsveitarinnar í Vínarborg á árunum 2002–2010, og er nú aðalgestastjórnandi við Fílharmóníusveitina í Dresden.

Bertrand de Billy kom fyrst til Íslands í febrúar 2011 og stjórnaði meðal annars fjórðu sinfóníu Antons Bruckner. Hann stjórnaði hljómsveitinni aftur í Hörpu árið 2018 og vakti feykilega hrifningu bæði hljómsveitar og áheyrenda. Á starfstíma de Billys með hljómsveitinni mun hann stjórna öllum sinfóníum Johannesar Brahms auk þess sem hann stjórnar Þýskri sálumessu eftir Brahms í mars 2022. 

http://debilly.com/