EN

Birkir Örn Hafsteinsson

Klarínettuleikari

Birkir Örn Hafsteinsson, fæddur í Reykjavík árið 1997, hóf klarínettunám ungur að aldri í Skólahljómsveit Austurbæjar hjá Kristjáni Þ. Stephensen og Grími Helgasyni. Þaðan lá leiðin í Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem hann lauk framhalds- og burtfararprófi undir handleiðslu Freyju Gunnlaugsdóttur. Síðan 2018 hefur Birkir stundað nám í klarínettuleik hjá Henry Philipp við Hochschule für Musik í Dresden. Hann hefur einnig sótt tíma í bassaklarínettuleik hjá Christian Dolfuß. Birkir hefur m.a. spilað með Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Orkester Norden og kammersveitinni Elju. Hann hefur tekið þátt í meistaranámskeiðum hjá Barnaby Robson, Luigi Magistrelli og Jörg Widmann. Birkir hefur verið virkur þátttakandi í flutningi samtímatónlistar í Dresden en þar hefur hann frumflutt fjölda verka eftir samnemendur sína og tekið þátt í samspilsverkefnum undir leiðsögn tónskáldanna Helmut Lachenmann og Söru Nemtsov.