Bjargey Birgisdóttir
Fiðluleikari
Bjargey Birgisdóttir hóf fiðlunám 5 ára gömul hjá Helgu Steinunni Torfadóttur í Allegro Suzukitónlistarskólanum og útskrifaðist frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar þar sem kennari hennar var Auður Hafsteinsdóttir. Hún lauk bakkalárgráðu frá Hochschule für Musik Basel undir handleiðslu Barböru Doll og stundar hún nú meistaranám hjá Simone Zgraggen í Hochschule für Musik Freiburg. Bjargey hefur hlotið margvísleg verðlaun og styrki fyrir fiðluleik sinn, leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna og Sinfóníuhljómsveit Íslands og verið konsertmeistari Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hún er nú í starfsnámi hjá Philharmonisches Orchester Freiburg og í ár er hún meðlimur hinnar virtu Gustav Mahler Jugendorchester. Bjargey leikur á fiðlu smíðaða af Johann Kulik í Prag árið 1867.