EN

Carlos Kalmar

Hljómsveitarstjóri

Carlos Kalmar fæddist í Úrúgvæ en er af austurrískum ættum og hefur lengst af búið í Vínarborg. Hann snýr nú aftur til Íslands eftir langt hlé, en hann vakti hrifningu fyrir frammistöðu sína með hljómsveitinni fyrir rúmum áratug. Kalmar lærði hljómsveitarstjórn hjá Karl Österreicher við Tónlistarháskólann í Vínarborg og vann fyrstu verðlaun í Hans Swarowsky-keppninni í Vínarborg 1984. Hann hefur starfað sem aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar í Oregon frá árinu 2003. Hann var einnig um árabil aðalstjórnandi Tonkünstler-hljómsveitarinnar í Vínarborg. Þá hefur hann gegnt sambærilegum stöðum hjá Fílharmóníuhljómsveitinni í Stuttgart og Sinfóníuhljómsveit Hamborgar.

Carlos Kalmar hefur meðal annars stjórnað sinfóníuhljómsveitunum í Dallas, Houston, Baltimore, og Minnesota, Tékknesku fílharmóníunni, Fílharmóníusveit Los Angeles og Sinfóníuhljómsveit BBC í Wales. Hann hefur einnig mikla reynslu sem óperustjórnandi og hefur m.a. stjórnað við Vínaróperuna (Töfraflautan og Così fan tutte), óperuhúsið í Zürich (Brúðkaup Fígarós, Brottnámið úr kvennabúrinu), og Hamborgaróperuna.