EN

Carlos Miguel Prieto

Hljómsveitarstjóri

Mexíkóski hljómsveitarstjórinn Carlos Miguel Prieto er einn fremsti stjórnandi sinnar kynslóðar frá Rómönsku Ameríku. Hann tók við stöðu aðalstjórnanda Fílharmóníusveitarinnar í Mexíkóborg árið 2007 og árið 2019 kaus tímaritið Musical America hann stjórnanda ársins.

Preito er fæddur í Mexíkóborg og stundaði nám við Princeton- og Harvard-háskóla. Hann hefur stjórnað fjölda virtra hljómsveita, m.a. Fílharmóníusveit Lundúna, Skosku þjóðarhljómsveitinni, Bandarísku þjóðarhljómsveitinni og Sinfóníuhljómsveitunum í Chicago, Cleveland, Detroit og Minnesota. Frá árinu 2002 hefur hann starfað ásamt Gustavo Dudamel sem stjórnandi Amerísku ungsveitarinnar, sem er opin nemendum frá allri heimsálfunni.

Prieto lætur sér annt um að kynna nýja tónlist frá Rómönsku Ameríku og hefur frumflutt yfir 100 ný tónverk. Hann hefur hljóðritað fyrir Naxos og Sony Classical, og hljóðritun hans á píanókonserti nr. 2 eftir Rakhmanínov með Boris Giltburg var valin ein af diskum mánaðarins hjá tímaritinu Gramophone.